Menntun:
2014: Löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali
Haust 2013: Doktorsnám í lögfræði í Háskólanum í Reykjavík. Verkefnið fjallar um sjúklingatryggingu og bótarétt sjúklinga vegna áfalla í tengslum við læknismeðferðir. Náminu er ólokið.
Haust 2012: Málflutningsréttindi fyrir héraðsdómstólum.
Vor 2011: Útskrifaðist með meistarapróf í lögfræði frá Háskólanum á Akureyri. Meistararitgerðin fjallar um heilbrigðisþjónustu yfir landamæri og réttaráhrif tilskipunar Evrópusambandsins nr. 2011/24/EC um beitingu réttinda sjúklinga til heilbrigðisþjónustu yfir landamæri.
Vor 2009: Útskrifaðist með BA-próf í lögfræði frá Háskólanum á Akureyri. BA-ritgerðin fjallar um lögmæti félagaskiptakerfis Alþjóðaknattspyrnusambandsins gagnvart Evrópurétti.