I. Almennt
1. gr.
1.1 Gjaldskrá þessi hefur að geyma almennar viðmiðunarreglur um gjaldtöku sem viðskiptavinum bera að greiða fyrir veitta þjónustu sem lögmaður og eftir atvikum annað starfsfólk lögmannsstofunnar Medial ehf., kt. 630715-1050, veita viðskiptavinum nema að um annað hafi verið samið. Þóknun vegna verkefna er tengjast fasteignasölu er að finna í sér verðskrá hjá fyrirtækinu.
1.2 Medial ehf. áskilur sér hæfilega þóknun sbr. gjaldskrá þessa fyrir vinnu lögmanns en auk þess skal viðskiptamaður ávallt endurgreiða útlagðan kostnað vegna einstakra mála, þar með talinn ferða- og dvalarkostnað.
1.3 Viðskiptavinum ber að kynna sér gjaldskrá þessa og eru þeir ábyrgir fyrir greiðslu þóknunar og útlagðs kostnaðar óháð því hvort þóknun fæst að hluta eða að öllu leyti greidd af hálfu gagnaðila.
1.4 Ákvörðun þóknunar mótast annað hvort af þeim fjárhagslegu hagsmunum sem tengjast því verki sem unnið er eða samkvæmt tímagjaldi. Eðli verks eða samningur Medial ehf. og viðskiptavinar ræður því hvor aðferðin er notuð.
1.5 Allar þóknunarfjárhæðir í gjaldskránni eru tilgreindar án virðisaukaskatts sem viðskiptavinur greiðir aukalega og við fjárhæðir samkvæmt gjaldskránni bætist því 24% virðisaukaskattur í ríkissjóð.
1.6 Samkvæmt 24. gr. laga nr. 77/1998 um lögmenn, er lögmanni rétt að áskilja sé hæfilegt endurgjald fyrir störf sín, þar á meðal hluta af fjárhæð máls og hærra endurgjald í máli sem vinnst en í máli sem tapast. Loforð um sýnilega ósanngjarnt endurgjald fyrir málflutningsstarf er hins vegar ekki skuldbindandi. Samkvæmt 8. gr. sömu laga hefur stjórn Lögmannafélags Íslands úrskurðarvald um endurgjald fyrir málflutningsstörf ef ágreiningur um það er borinn undir stjórnina.
2. gr.
2.1 Í öllum málum getur Medial ehf, farið fram á greiðslu til að hefja málarekstur og er þá sérstaklega samið um þá greiðslu í hverju máli fyrir sig.
II. Tímagjald
3. gr.
3.1 Tímagjald er á bilinu kr. 26.900 til kr. 29.900 miðað við einnar klukkustundar vinnu samkvæmt tímaskráningu lögmanns. Tímagjald fer eftir þeim hagsmunum sem eru tengdir viðkomandi verki, auk ábyrgðar lögmanns, starfsreynslu og sérþekkingu. Fyrir hvert símtal og/eða tölvupóst skulu að jafnaði skráðar 15 mínútur, nema verkið taki lengri tíma. Fyrir hverjar byrjaðar 15 mínútur í vinnu eru skráðar 15 mínútur í tímaskrá lögmanns.
3.2 Í tímagjaldinu er innifalinn ýmis nauðsynlegur skrifstofukostnaður, svo sem ljósritun, vélritun og póstburðargjöld.
3.3 Þegar verk er unnið á grundvelli tímaskráningar skal lögmaður færa skrá um þá tíma sem til verksins fara og við hvað er unnið. Viðskiptavinur á rétt á afriti af tímaskýrslum til skýringar á reikningi og skulu tímaskýrslur að jafnaði fylgja með reikningum.
3.4 Þóknun vegna vinnu sem hefur verið unnin af lögmanni á grundvelli tímagjalds skal að jafnaði greidd samkvæmt reikningi og tímaskráningu 15. dag næsta mánaðar nema að um annað sé sérstaklega samið.
3.5 Við ákvörðun tímagjalds í hverju tilviki er litið til þess hvort það kallar á sérþekkingu lögmanns, hversu miklir hagsmunir eru í húfi, hversu aðkallandi verkefnið er, hvort verkefnið krefst þess að vera unnið í kvöld-, nætur- eða helgarvinnu vegna tímaramma verkefnisins þegar óskað er eftir lögmannsþjónustu, hvort verkefnið er unnið á erlendum tungumálum o.s.frv.
3.6 Eftirfarandi tímagjald skal miða við í viðkomandi málaflokkum og verkefnum:
3.6.1 Ráðgjöf til fyrirtækja og stofnana vegna málefna tengdum slysa- eða skaðabótarétti, heilbrigðisrétti og sjúklingatryggingu bera tímagjald kr. 28.900,- fyrir hverja unna klukkustund.
3.6.2 Tímagjald vegna vinnu við matsgerðir í líkamstjónamálum er kr. 28.900 fyrir hverja unna klukkustund
3.6.3 Álitsgerðir og ráðgjöf í öðrum málaflokkum en getið er um hér að framan bera tímagjald kr. 26.900,- fyrir hverja unna klukkustund.
3.6.4 Málflutningur fyrir héraðsdómi þar sem ekki er miðað við hagsmunatengda þóknun bera tímagjald kr. 29.900,- fyrir hverja unna klukkustund. Við upphaf verks er samið um tímagjald í viðkomandi máli.
3.6.5 Ef verkefni eða hluti þess krefst þess að vera unnið í kvöld-, nætur- eða helgarvinnu vegna tímapressu sem er tilkomin vegna atvika sem lögmaður fær ekki við ráðið, bætist 15% álag á hverja unna klukkustund.
3.6.6 Ef vinna vegna verkefnisins krefst lesturs erlendra gagna, samskipta á erlendu tungumáli eða þess að álit og/eða ráðgjöf verði veitt á erlendu tungumáli, bætist 10% álag á hverja unna klukkustund.
3.6.7 Ef þörf er á sérfræðiaðkomu annarra aðila en starfsmanna Medial ehf. að málarekstri og ráðgjöf skal þóknun vegna aðkomu þeirra greidd samkvæmt reikningi viðkomandi sérfræðings.
3.6.8 Komi til málaferla fer um málflutningsþóknun samkvæmt 4. gr. eða eftir atvikum gr. 3.6.5 samkvæmt samningi á milli lögmanns og viðskiptavinar.
III. Málflutningur
4. gr.
4.1 Ákvæði III. kafla taka til málflutnings fyrir dómstólum, gerðardómum, stjórnvöldum og stjórnsýslunefndum til öflunar dóms eða úrskurðar í viðkomandi máli.
4.2 Ákvörðun dóms um málskostnað hefur ekki áhrif á útreikning málflutningsþóknunar sem viðskiptavini er skylt að greiða samkvæmt gjaldskrá þessari nema sérstaklega hafi verið samið um það fyrirfram.
4.3 Viðskiptavinur ber ábyrgð á greiðslu málflutningsþóknunar til lögmanns og á það bæði við um þóknun lögmanns Medial og þóknun sem kann að vera dæmd lögmanni gagnaðila.
4.4 Lögmaður á rétt á sérstakri þóknun fyrir flutning á formhlið máls, dómkvaðningu matsmanna, meðferð matsmáls og vegna höfðunar og reksturs vitnamáls, allt eftir umfangi verks og vinnuframlagi.
4.5 Þóknun vegna málflutnings er almennt ákvörðuð með tilliti til þeirra hagsmuna sem um er fjallað. Þóknun vegna málflutnings getur þó aldrei orðið lægri en samkvæmt II. kafla gjaldskrárinnar, þ.e. á grundvelli tímagjalds. Samningur milli lögmanns og viðskiptavinar kveður á um hvort þóknun sé hagsmunatengd eða á reiknuð á grundvelli tímagjalds. Hagsmunatengd þóknun skal reiknuð sem hér segir:
4.5.1 Málflutningsþóknun er reiknuð af samanlagðri fjárhæð höfuðstóls og vaxta við dómtöku máls.
4.5.2 Mál sem eru munnlega flutt og gagnaöflun fer fram eftir þingfestingu: Grunngjald kr. 100.000,- að viðbættum:
15% af stefnufjárhæð og vöxtum allt að kr. 4.500.000
7% af næstu 9.500.000
og 4% af því sem umfram er.
4.5.3 Mál sem heimilt er að reka samkvæmt 17. kafla laga um meðferð einkamála (Mál um víxla, tékka og skuldabréf), þar sem ekki fer fram gagnaöflun eftir þingfestingu eða mál er tekið til áritunar á þingfestingardegi:
Grunngjald þóknunar kr. 25.000 að viðbættum:
15% af stefnufjárhæð og vöxtum allt að kr. 270.000,-
10% af næstu kr. 3.500.000,-
5% af næstu kr. 7.400.000,-
og 3% af því sem umfram er.
4.5.4 Önnur mál en þau sem um ræðir í gr. 4.5.2, sem dómtekin eru á þingfestingardegi eða útivist verður í síðar af hálfu gagnaðila:
Grunngjald þóknunar kr. 95.000,- að viðbættum
12,5% af stefnufjárhæð og vöxtum allt að kr. 4.700.000,-
6% af næstu kr. 7.900.000,-
og 3% af því sem umfram er.
4.5.5 Verði mál sætt eftir þingfestingu, en fyrir aðalmeðferð, er reiknuð þóknun eftir lið 4.5.3 hér að framan.
4.5.6 Sérstaklega er krafið um þóknun fyrir flutning um formhlið máls, fyrir höfðun og rekstur vitnamáls og fyrir dómkvaðningu matsmanna og meðferð matsmáls og fer um þær þóknanir samkvæmt tímagjaldi lögmanns.
4.5.7 Í málum þar sem örðugt er að meta hagsmuni til fjár og í málum, þar sem um lágar fjárhæðir er að ræða, skal grunngjald vera kr. 100.000,- og þóknun vera samkvæmt tímagjaldi lögmanns nema að um annað hafi verið samið.
4.5.8 Auk þóknunar, samkvæmt greinum 4.5.1 – 4.5.7 í þessum kafla, kemur til viðbótar þóknun fyrir mót samkvæmt tímagjaldi ef við á.
4.5.9 Sérstaklega er krafist þóknunar vegna sérfræðiaðkomu heilbrigðisstarfsmanna, s.s. lækna, að málarekstri. Þóknun vegna aðkomu þeirra skal greidd samkvæmt reikningi viðkomandi sérfræðings.
4.5.10 Ef um hagsmunatengda þóknun er að ræða á lögmaður rétt á sérstakri þóknun fyrir flutning um formhlið máls, dómkvaðningu matsmanna, meðferð matsmáls og vegna höfðunar og reksturs vitnamáls, allt eftir umfangi verks og vinnuframlagi,
4.6 Gjalddagi reiknings vegna málflutningsþóknunar er við dómtöku máls. Frá einum mánuði eftir dómsuppsögu ber málskostnaður þá dráttarvexti sem Seðlabanki Íslands ákveður af skuldum utan innlánastofnana á hverjum tíma.
IV. Búskipti, greiðslustöðvun og nauðasamningar
5. gr.
5.1 Þóknun fyrir einkaskipti á dánarbúi, skiptastjórn samkvæmt erfðaskrá, gæslu hagsmuna við búskipti í dánarbúum og við opinber skipti, félagslit og fjárslit milli hjóna og sambúðarfólks er reiknuð af heildarfjárhæð nettó arfs- eða búshluta þess eða þeirra sem unnið er fyrir á eftirfarandi máta:
Grunngjald er kr. 99.500 kr. að viðbættum
3% af fyrstu 13.000.000,-
og 2% af því sem umfram er.
Um sölu fasteigna úr dánarbúi fer eftir VII kafla í gjaldskrá þessari.
5.2 Þóknun fyrir málflutning og innheimtur í tengslum við skiptastjórn fer eftir ákvæðum III. kafla.
5.3 Heimilt er að semja um að þóknun vegna framangreindra verka verði samkvæmt tímagjaldi, sbr. II. kafla og þá þóknun vegna liðar 5.1 eftir lið 3.6.4 og þóknun vegna liðar 5.2 eftir lið 3.6.5.
5.4 Ef aðilar eru sammála um skipti og aðeins þarf að sjá um einfalda skjalagerð fer þóknun eftir VI. kafla.
V. Mót í fyrirtökum og gagnaöflun
6. gr.
6.1 Þóknun fyrir mót við aðför, nauðungarsölumeðferð, kyrrsetningu, lögbanns- og löggeymslugerðir, vörslusviptingar, á skiptafundi og við útburðar- og innsetningargerðir miðast við fast gjald 12.000 kr. ef um er að ræða mætingu á skrifstofu Sýslumannsins á Suðurlandi á Höfn og er við það miðað að fyrirtakan taki ekki lengri tíma en 10 mínútur. Ef um lengri fyrirtöku er að ræða, við mót annars staðar á landinu eða umfangsmeiri verkefni er samið sérstaklega um tímagjald og eftir atvikum ferðakostnað.
6.2 Fyrir vinnu við athugun á eignastöðu fyrir fullnustugerðir, könnun á fjárhagsstöðu einstaklinga og fyrirtækja, leit í gagnagrunnum og annað slíkt skal greitt samkvæmt tímagjaldi auk þess sem gjald greiðist fyrir hverja uppflettingu samkvæmt gjaldskrá í viðkomandi gagnagrunni.
VI. Skjalagerð
7. gr.
Eftirfarandi gjaldskrá um skjalagerð er leiðbeinandi og ef verkefni eru umfangsmeiri er samið sérstaklega um það.
Gjaldskrá vegna skjalagerðar:
Gerð erfðaskrár er 38.500 kr. auk vsk. og tímagjalds, skv. grein 3.1, fyrir þann tíma sem fer í viðtöl og gagnaöflun.
Gerð afsals er 38.500 kr. auk vsk. og tímagjalds, skv. grein 3.1, fyrir þann tíma sem fer í viðtöl og gagnaöflun.
Sérstaklega er samið um aðra skjalagerð.
VII. Fasteignaviðskipti
8. gr.
Gjaldskrá vegna fasteignaviðskipta:
Sala íbúðarhúsnæðis í einkasölu er 1,75% af söluverði auk virðisaukaskatts. Lágmarksþóknun er þó 350.000 kr. auk vsk.
Sala atvinnuhúsnæðis í einkasölu er 3,9% af söluverði auk virðisaukaskatts. Lágmarksþóknun er þó 600.000 kr. auk vsk.
Auk söluþóknunar greiðir seljandi grunngjald sölumeðferðar fasteignar sem er 52.500 kr. auk vsk. óháð því hvort eignin seljist eður ei.
Þjónustu- og umsýslugjald kaupanda er 52.500 kr. auk vsk.
VIII. Gildistaka
9. gr.
Gjaldskrá þessi tekur gildi 1. júní 2022.